mynd
 
Freyja Sigrún

Fréttir

13. maí 2010 | Freyja dugleg að stækka

Ég veit fyllilega upp á skömmina hvað það koma fáar færslur hérna inn... en það má líka segjast að meðan blessað barnið sogar sig fast við mömmuna svo til öllum stundum þá er ekki gríðarlega mikill tími afgangs til að sinna heimasíðunni

Freyja er sum sé ákaflega dugleg að drekka og þrátt fyrir að hún sé með bakflæði eins og stóra systirin, þá er hún að þyngjast mjög vel eins og sjá má hér. Hún er sífellt að mannast og er farin að líta meira í kringum sig. Fyrstu brosin komu á mæðradaginn, 9. maí, mömmunni til ómældrar ánægju en hún hefur reyndar verið frekar spör á þau síðan

En sem sagt, allt gott að frétta af okkur og vonandi verðum við duglegri að uppfæra síðuna á næstunni


13. apr. 2010 | Velkomin

Það er að sjálfsögðu ekki hægt að vera fullgildur fjölskyldumeðlimur í Betrabóli nema hafa sína eigin heimasíðu ;) Þetta veit Freyja Sigrún auðvitað og eftir smá suð í okkur foreldrunum (eða við túlkuðum gráturinn a.m.k. þannig...) urðum við að fara að standa okkur og hér er því komin upp heimasíða fyrir nýjustu heimasætuna ;)

Velkomin í heiminn, Freyja Sigrún, og velkomin á netið!