Ég fór í fyrsta sinn út í vagn á mæðradaginn þann 9. maí 2010. Mamma, pabbi og Ragna Björk röltu með mig yfir að leikskólanum Arnarsmára og svo aftur heim. Ég lét aðeins heyra í mér meðan á vagnferðinni stóð en það virtist samt ekki alslæmt að kúra ofan í vagninum.
Seinna í maí fórum við í lengri göngutúr, en þá röltu mamma, pabbi, amma Björk og Ragna Björk með vagninn niður í dal til að taka þátt í kosningum. Ég kvartaði lítið og svaf mestallan tímann. Myndir úr þeim göngutúr má sjá hér.