mynd
 
Freyja Sigrún

Sneri í fyrsta skipti yfir á magann

Frá því ég sneri mér í fyrsta skipti frá maga yfir bak þann 1. ágúst 2010, þá beið mamma þrælspennt eftir hinum snúningnum, þ.e.a.s. frá baki yfir á maga. Þegar kom að 5 mánaða skoðun í ungbarnaeftirlitinu, þann 16. september 2010, þá spurði hjúkrunarkonan hvort ég væri farin að snúa mér yfir á magann og mamma svaraði neitandi. Þegar búið var að vigta mig og skoða, þá fór mamma með mig fram í ytra herbergið til að klæða mig aftur í og viti menn, þá flýti ég mér að snúa mér af bakinu yfir á magann, án þess að hafa neina hjálp. Svo að mamma gólaði til hjúkrunarkonunnar: "Heyrðu annars, hún er farin að velta sér yfir á magann...!"

magaveltingur.jpg