mynd
 
Freyja Sigrún

Fyrsta strætóferðin

Mamma og Ragna Björk fóru með mig í vagninum í strætó yfir í Hamraborgina þann 16. júlí 2010. Þar fórum við á pósthúsið og síðan í bakaríið þar sem stóru stelpurnar keyptu sér góðgæti í svanginn. Síðan fórum við á Bókasafn Kópavos þegar búið var að opna og við sátum dágóða stund í barnadeildinni meðan Ragna Björk skoðaði bækur og ég fékk mjólkursopa hjá mömmu.