Ca. 16 mánaða:
"Ava" - þýðir að sjálfsögðu afi :)
"Hæ"
Ca. 14 mánaða:
"Brmmm" - þýðir bíll og er notað þegar verið er að keyra dótabíla hingað og þangað. Einnig sest Freyja iðulega upp á litla Fisher Price flugvél á hjólum og ekur sér fram og tilbaka og segir brmmm brmmm.
Fiska"hljóðið" er nú notað yfir flest dýr og það að opna og loka munninum í ákafa virðist því vera farið að vera samheiti yfir dýr almennt ;)
Ca. 13 mánaða:
"Ne" - þýðir nei og er notað til að afþakka frekari veitingar.
Gerir fiska"hljóð" með því að opna og loka munninum af ákafa þegar hún sér myndir af fiskum eða er spurð hvað fiskurinn segi.
Ca. 12 mánaða:
Stendur fyrir framan ísskápinn eða við eldhúsborðið og smjattar þegar hún vill fá að borða.
Ca. 9-10 mánaða:
"Mamma".