mynd
 
Freyja Sigrún

Nafnið mitt

Freyju-nafnið völdu mamma og pabbi eingöngu vegna þess að þeim fannst það fallegt, það var ekki í höfuðið á neinum sem þau þekkja. Seinna nafnið mitt, Sigrún, er í höfuðið á föðurömmu pabba sem hét Sigrún.

Á ungi.is er hægt að fletta upp næstum öllum íslenskum nöfnum og á upplýsingar um þau. Þar fann ég þær upplýsingar, þann 11. apríl 2010, að 242 beri nafnið Freyja sem fyrsta nafn en 106 sem millinafn. Nafnið Sigrún prýðir hins vegar 2623 íslenskar stúlkur og konur sem fyrsta nafn og alls 392 sem millinafn.

Freyja er gyðja ástar og frjósemis í norrænni goðafræði og nafnið merkir "frú". Nafnið Sigrún merkir "leyndardómur sigursins".