mynd
 
Freyja Sigrún

Stjörnumerkið mitt - Hrúturinn

Ég á afmæli 5. apríl þannig að stjörnumerkið mitt er hrúturinn. Hann nær frá 21. mars til 20. apríl.

Á Barnalandi stendur um hið dæmigerða hrútsbarn aðhrutur.GIF

"...Rambó leikfélaganna er mættur á svæðið. Með barn í hrútsmerkinu mega foreldrar búast við miklu fjöri á heimilinu því það ríkir engin lognmolla í kringum hrútinn. Ekki ætlast til þess að barnið sitji kyrrt með hringlu. Þetta er barnið sem veifar þér ofan af hæsta tré, alls óhrætt við að taka áhættu. Hrútsbarnið er allt annað en hljóðlátt og lætur oft vel í sér heyra. Sem eldsmerki er hrúturinn orkumikill og hefur ávallt eitthvað fyrir stafni. Verður erfitt að ráða við litla hrúta? Það er líklegra en ekki. Foreldrar ættu eins fljótt og hægt er að kenna þessu barni að vinna með öðrum börnum. Að deila einhverju með öðrum er eitthvað sem kemur ekki af sjálfu sér – það þarf að kenna litlum hrútum. Þeir eru einnig ákaflega tapsárir. Þeir þrá athygli og eiga mjög auðvelt með að verða sér úti um hana með ýmsum aðferðum. Hrútar eru fæddir leiðtogar og ef þú ætlar að hafa eitthvað að segja er betra að láta þá vita með afgerandi hætti hver er við stjórnvölinn því annars er eins líklegt að stjórnin verði tekin úr þínum höndum. Lítill hrútur er oft eins og ótemja, lítið gefinn fyrir að hlýða reglum og vera þægur nema þegar honum hentar. Vegna þess hve hann er orkumikill er nauðsynlegt að hann fái mikla hreyfingu. Hann verður að fá að hlaupa um og róta til heima hjá sér. Ef hann fær ekki útrás fyrir orkuna verður hann pirraður og ergilegur. Honum líður best í lifandi og fjörugu umhverfi. Þar sem fljótfærni og óþolinmæði eru meðal veikleika hans þarf að kenna honum að hægja á sér og telja upp að tíu áður en hann rýkur af stað. Einnig þarf að venja hann á að ljúka því sem hann byrjar á."

Það er helst til snemmt að segja til um hvort þetta passar við mig - það mun tíminn leiða í ljós!

Á eftirfarandi síðum má lesa ýmslegt um hrútinn:

  • Á mbl.is stendur þetta um hrútinn.
  • Á þessari síðu má sjá ýmsar upplýsingar um hrútsmerkið.
  • Á þessari síðu er heilmikil lesning um fiskana og meðal annars hægt að fá nákvæma stjörnuspá fyrir þá sem fæddir eru 5. apríl.

Kínverska stjörnuspekin

Samkvæmt kínverskri stjörnuspeki er ég fædd á ári tígrisdýrsins en þeir sem þá fæðast eru fæddir leiðtogar með náttúrulegan sjarma. Tígrisdýrin berjast gjarnan fyrir réttum málstað, eru tilfinningaríkir og eiga til að sýna miklar skapsveiflur.